top of page

Fréttabréf #1

Verkefnið „Co-creative RETHINKing for sustainable cities“ - CRETHINK - fjallar um þörfina fyrir að byggja upp getu fullorðinna í opinberu og í borgaralegu samfélagi til að vinna saman og skapa sameiginlegar lausnir á samfélagslegum áskorunum í evrópskum samfélögum.

Nú er verkefnið komið á fullt og breytingarstjórarnir farnir að undirbúa innlendar kynningar sem og fyrirhugaðar „living lab“ vinnustofur meðal þátttakenda í hverju landi.

Eftirfarandi stöðufærslur sýna þróun verkefna í hverju þátttökulandi fyrir sig.


Danska verkefnið:

Hvaða staðbundnu þarfir og viðeigandi aðferðir þarf til að skapa sjálfbærara samfélag? Hvernig geta lítil fyrirtæki á staðnum stuðlað að þessari þróun og hvað þurfa þau til að gera þetta? Þetta voru nokkrar af þeim spurningum sem ræddar voru á staðbundinni þjálfun í Vejle í Danmörku, sem danski samstarfsaðilinn Grønt Forum framkvæmdi og fór fram dagana 13. - 14. október.


Þjálfunin beindist að því að þróa danska verkefnið og finna út hvernig ætti að hanna samsköpunarferlið og hvaða samstarfsaðilum ætti að bjóða þátttöku. Í Danmörku eru fimm breytingarstjórar taka þátt í verkefninu, einn fyrir hönd nýsköpunar og viðskiptaþróunar deildar sveitarfélagsins Vejle, einn fyrir einkafyrirtækið Green Network sem veitir leiðbeiningar og þjálfun fyrir fyrirtæki í samfélagsábyrgð og sjálfbæra þróun og þrír sjálfboðaliðar sem eru annarsvegar fulltrúar samtaka innflytjenda í Vejle og hins vegar sjálfboðaliðahóps sem vinnur með sjálfbæra notkun og endur nýtingu.


Á meðan á þjálfuninni stóð ákváðu breytingarstjórarnir að vinna með staðbundnum smásölufyrirtækjum og næsta skref eftir þjálfunina var að ná til viðeigandi hagsmunaaðila og rannsaka þarfir þeirra og viðeigandi nálgun. Þetta hefur leitt til þess að áhersla verður lögð á að styðja staðbundin smásölufyrirtæki í Vejle til þess að verða sjálfbær. Málið mun taka til lítilla smásölufyrirtækja og hlutaðeigandi hagsmunaaðila eins og ráðgjafa í viðskiptaþróun, samtaka fyrirtækja, sem og viðskiptavina sem munu taka þátt í rannsóknum og prófunum við að finna aðferðir til að styðja við staðbundna sjálfbæra þróun innan Vejle, sem vonandi dreifast til annarra viðskiptaneta í Danmörku.


Íslenska verkefnið:

Hvernig fáum við 2700 íbúa sveitarfélag til að tileinka sér „zero wase“ lífstíl, var spurningin sem íslensku breytingastjórarnir spurðu sig þegar staðbundna þjálfunin þeirra fór fram á vegum SASS þann 19. og 21. október.


Eftir fróðlegan fyrirlestur frá Elísabetu Björney Lárusdóttur, sérfræðingi í úrgangsmálum og ráðgjafa í verkefninu, um magn úrgangs sem Hveragerðisbær framleiddi, ákváðu umboðsmennirnir að einbeita sér að „hvernig að draga úr óflokkuðum heimilisúrgangi “og setja sér metnaðarfullt markmið að draga úr honum um 10% eða meira í lok árs 2021, en bærinn hafði þegið boð verkefnastjóra um að vera „tilraunabær“ fyrir þetta verkefni.


Næsta skref var að finna leiðir til að tengjast íbúunum með leiðum sem taka tillit til COVID 19, að minnsta kosti á meðan „venjulegar samkomur“ er ekki í boði. Breytingastjórarnir ákváðu að hefja 1. áfanga með því að kynna verkefnið fyrir íbúum í Hveragerði með greinum í staðbundnum fjölmiðlum og með persónulegum samtölum, sem og með því að ráða nokkra staðbundna áhrifavalda til að hefja samtal meðal fylgismanna sinna um hvernig megi minnka úrgang. Breytingastjórarnir munu einnig nýta tímann til að ná sambandi við heimamenn úr öllum aldurshópum og hefja samtal um „hvernig hægt er að draga úr óflokkuðum heimilis úrgangi“ og í framhaldi að bjóða þeim í „living-lab“ eða „lifandi rannsóknarstofu“ þar sem hægt verður að ræða og plana hugmyndir og tillögur að aðgerðum. Hvernig þessari lifandi rannsóknarstofu verður háttað, þ.e. hvort haldin verður einhverskonar einn stór rafrænn vinnufundur fyrir alla eða margir litlir (fyrir hvern aldurshóp t.d.) er háð þróuninni á COVID 19 en ætlunin er að hafa einhverjar hugmyndir um aðgerðir, við lok 1. áfanga í apríl 2021.


Ítalska verkefnið

Neyðarástandið af völdum COVID 19 hefur gjörbreytt því hvernig nemendur ferðast um í borgum, komið í veg fyrir flestar athafnir í þéttbýli, takmarkað ferðalög á stórum, meðalstórum og stuttum vegalengdum og dregið úr fjölda og styrk félagslegra tengsla.


Innan þessa samhengis var sjálfbær hreyfanleiki í brennidepli í staðbundinni þjálfun sem haldin var í Palermo af ítalska samstarfsaðilanum CESIE á tímabilinu 12. til 22. október.


Með það að markmiði að koma í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu COVID 19 og búa sig undir aðra heimsfaraldra og kreppur sem hefðu áhrif á menntun og menntastofnanir, hafa ítölsku breytingastjórarnir byrjað að móta verkefni sem gengur út á að finna leiðir til þess að tryggja öryggi nemenda við það að mæta í/yfirgefa skólaumhverfið sitt og/eða húsnæði á sem öruggastan hátt.

Ætlunin er að hanna samþættar lausnir, byggðar á samsköpunarferli og útfærðar með beinni þátttöku skólasamfélagsins (starfsfólk, nemendur og fjölskyldur þeirra) sem taka til eftirfarandi:


- Að auka á núverandi getu innviða og stofnun nýrra hjólastíga sem stuðla að sjálfbærri hreyfanleika meðal nemenda og fjölskyldna þeirra.

- Að byggja upp græn göngusvæði fyrir framan skólabyggingar, stuðla að öruggri félagsmótun og draga úr umferð og mengun.


Slóvenska verkefnið

Í staðbundnu þjálfuninni sem fram fór á netfundum, greindu breytingastjórarnir frá Slóveníu áskoranir í umhverfi sínu og lögðu til mögulegar lausnir sem hægt væri að útfæra sem þeirra staðbundna verkefni.


Þar kom fram að flestir viðurkenna að nóg sé af skógum í umhverfinu þar sem næstum 60% Slóveníu er þakið skógum. Þar af leiðandi er oft horft fram hjá trjám í þéttbýli þegar verið er að móta og þróa skipulag í þéttbýli og borga og þau tré sem eru innan þéttbýlis eru illa hirt.


Af þessum sökum vilja breytingastjórarnir einbeita sér að því að móta tillögu um að ljúka fyrirliggjandi reglum sveitarfélaga um almenningssvæði (með áherslu á tré og skóga í þéttbýli) og vekja athygli á mikilvægi trjáa og grænna innviða meðal almennings.


Næstu skref verða að ná til viðeigandi hagsmunaaðila, fara yfir öll skjöl sem eru til um efnið og skilgreina tímalínuna.Comments


bottom of page