top of page

Fréttabréf #2

Í þessu fréttabréfi tökum við upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Breytingarstjórarnir sem og verkefnastjórarnir hafa þurft að gera ýmsar breytingar á verkefnum sínum í ljósi aðstæðna með covid19. Aðstæður hafa verið ólíkar milli landa því ólíkar breytingar átt sér stað vegna þessa. I yfirlitinu sem hér fylgir er farið yfir verkefnin, hver staðan er á hverjum stað og hvert sé stefnt.

Ítalía

Eftir margra mánaða greiningarvinnu á samgöngukerfinu og mikilli hugmyndavinnu með Palermo, hefur CRETHINK verkefnið loksin tekið á sig mynd í samstarfi við elstu nemendur grunnskólans „Camillo Finocchiaro Aprile“!


Með það að markmiði að kynna nýja leið til þess að móta fjölþætta samvinnuleið, CEISE hefur sett af stað kúrs sem endar með því að nemendur hafa ná að móta upp á nýtt þær leiðir sem liggja að skólanum ásamt því að skipuleggja og hanna ný græn vistsvæði og hjólastíga í nánasta umhverfi skólans. CEISE, í samstarfi við breytingarstjórana sína, hefur fengið til liðs við sig samtökin Tu Sei La Città sem og fyrirtækið PUSH, sem er hönnunarstofa sem vinnur við að þætta saman sjálfbærni, starfrænni þróun samfélagslegri nýsköpun. Saman hafa þessir fjórir aðilar þróað áðurnefndan kúrs sem mun kynna fyrir nemendunum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, hreyfanleika/ferðahátta og endurnýjunar þéttbýlis ásamt því að virkja þau til þátttöku við hönnun á grænum svæðum í gegnum „sýndarveruleika“ vinnustofur sem byggja á hugmyndafræði samksöpunar (e. co-creation), og að lokum, hjálpa þeim að hanna samskiptagrunn og fjármögnunar herferð til þess að byggja undir skilning og samþykki íbúanna í nærumhverfinu og kosta verkefnið sem mun verða raungert í september 2021. Fyrsta lota námskeiðsins af níu, var frábærlega tekið – ekki bara af skólasamfélaginu heldur ekki síður af nemendunum sjálfum sem hlakkar til að taka loksins þátt í verkefni sem felur í sér ferli við ákvörðunartöku á sveitarstjórnarstigi.


Slóvenía

Slóvenska teymið vinnur áfram að sínu verkefni. Þau birtu grein í bæjarblaðinu um verkefnið og kynntu jafnframt átta tré í borginni sem íbúar geta kosið um sem „tré ársins“ 2021. Íbúar geta kosið rafrænt eða með því að setja atkvæði í box sem staðsett er á bókasafni bæjarins. Vinningstréð verður svo tilkynnt var svo tilkynnt þann 27.apríl sama ár en það er jafnframt alþjóðlegur dagur trésins.


Hægt er að heimsækja Facebook síðu verkefnisins hér: https://www.facebook.com/vsencidreves/ og kynna sér verkefnið betur sem og á instagram síðu verkefnisins.


Slóvensku breytingarstjórarnir eru jafnframt að kynna sér reglugerðir er varða opinber svæði (með sérstaka áherslu á skóga og tré í þéttbýli til þess að undirbúa reglugerð sem hugsuð er í því sambandi fyrir sveitarfélagið Novo Mesto. Einnig eru þeir að vinna að kynningu á verkefninu til þess að afla því stuðnings og vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi grænna svæði í þéttbýli, með mikilli virkni á samfélagsmiðlum svo verkefnið eigi sér áframhaldandi líftíma.


Danmörk

Hvernig getur sjálfbærni og græn yfirfærsla hjálpað fyrirtækjum að þróast áfram í miðjum heimsfaraldri? Hvernig geta smásölu fyrirtæki fundið sína leið í átt að sjálfbærni? Þessar spurningar eru orðnar að megin umfjöllunarefni dönsku breytingarstjóranna sem vinna með litlum staðbundnum verslunum í Vejle, að því að finna leiðir til þess að styðja við sjálfbæra þróun og samstarf.


Allt frá fyrstu þjálfuninni í október 2020 hafa dönsku breytingarstjórarnir unnið hörðum höndum. Þeir hafa þróað plan sem einblínir á fyrsta hlutann sem er: „að skilja vandamálið“, sem felur í sér rannsókn á viðfangsefninu sem og viðtölum við smásölu eigendur og fyrirtækja ráðgjafa um viðfangsefnið og reyna þannig að koma auga á hvað það er sem þarf til svo samstarf geti orðið að veruleika. Breytingastjórarnir hafa jafnframt mótað samskiptaplan og lógó ásamt því að setja upp Facebook hóp sem hvetur þátttakendur og íbúa í Vejle til þess að kynna sér verkefnið.


Í desember 2020 var öllu lokað í Danmörku vegna covid19 sem gerði það að verkum að erfitt var fyrir breytingarstjórana að hitta og ræða við þá eigendur smásölu fyrirtækjanna sem ætlunin var að vinna með. Því ákváðu þeir að breyta örlítið um stefnu í þá átt að láta verkefnið fjalla meira um það hvernig kenna má þessum sama hóp að nýta sér sjálfbærni við það að koma fyrirtækjum sínum af stað aftur eftir heimsfaraldurinn. Jafnframt munu breytingarstjórarnir vinna að því að búa til netverk fyrir smásölu fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessari vinnu til þess að styrkja samvinnu þeirra á milli enda eru þau flest að takast á við sömu áskoranir þegar kemur að sjálfbærni.


Sem stendur eru breytingarstjórarnir að taka viðtöl við 10 smásölu eigendur sem hafa samþykkt að taka þátt í verkefninu og jafnframt að deila þeirra upplifun, þörfum, hugmyndum og vinnu. Næsta skref er að fylgja eftir þessum viðtölum og deila skemmtilegum sögum og góðum fyrirmyndum á Facebook síðu hópsins. Breytingarstjórarnir munu einnig fara yfir næsta skref í sínu plani: „að finna lausnir“, þar sem athyglin verður á samstarf við staðbundnar smásölu verslanir og aðra hagsmuna aðila í að finna staðbundnar leiðir til þess að byggja upp sjálfbærni sem janframt verður hægt að meta staðbundið.


Ísland

Ástandið á Íslandi hefur verið ágætt, sérstaklega ef miðað er við samstarfs löndin. Engu að síður hafa breytingarstjórarnir ekki náð að halda „co-creation“ / samsköpunar viðburð þar sem fjöldatakmarkanir hafa miðast við 10-20 manns yfir mest allt tímabilið og fólk beðið um að ýta ekki undir hópamyndun að óþörfu. Breytingastjórarnir hafa þó náð að hittast á mánaðarlegum fundum sem flestir hafa farið fram í raunheimum.


Til upprifjunar þá gengur Íslenska verkefnið út að draga úr óflokkuðu sorpi Hvergerðinga um 10%. Í því ljósi er erfitt að hafa ekki tækifæri til þess að hitta íbúana og ræða þetta verkefni við þá beint. En til þess að koma upplýsingum og staðreyndum um stöðunna til íbúanna ákvað íslenski hópurinn að hefja verkefnið með því að skrifa greinar um stöðuna og birta á sem flestum stöðum þar sem líklegt væri að þær næðu til þeirra. Það gekk vel og reyndar svo vel að umfjöllun um verkefnið endaði á Rás 2, útvarpi allra landsmanna. Í kjölfarið ákvað hópurinn að búa til Facebook síðu um verkefnið (sjá hér: https://www.facebook.com/zerowastehvero) og beina henni sérstaklega til íbúa Hveragerðis og þannig fá þau til liðs við verkefnið. Þar voru áðurnefndar greinar jafnframt birtar. Síðan hlaut frábærar viðtökur og fljótlega voru um 10% íbúa farnir að fylgja síðunni. Í framhaldi ákvað hópurinn að leggja könnun fyrir íbúana þar sem spurt var út í hegðun þeirra þegar kemur að flokkun og upplifun á aðstæðum til þess að flokka. Könnunin fékk frábæra þátttöku með um 130 svörum sem nú er verið að vinna úr.


En það er meira. Þegar breytingastjórarnir fóru að hittast og ræða saman um ástandið í Hveragerði og hvernig væri best að innleiða hringrásarhagkerfi / „zero waste“ fóru alls kyns hugmyndir á flug. Breytingastjórarnir eru fulltrúar ólíkra hagsmunaaðila í samfélaginu og þar af leiðandi fóru að þróast meðal þeirra spennandi leiðir til þess að fá ólíka hópa til þess að vinna saman. Í Hveragerði er starfrækt fyrirtækið Pure North sem sérhæfir sig í endurvinnslu á plasti og nýtir til þess jarðvarmann sem er að finna í sveitarfélaginu sem jafnframt gerir fyrirtækið að einu umhverfisvænasta endurvinnslufyrirtæki í heiminum. Ein af hugmyndum íslenska hópsins var að finna leið til þess að fá önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu, sem og sveitarfélagið sjálft til þess að safna plasti og skila til Pure North í stað þess að senda það annað. Þetta er frábær leið til þess að halda hráefni innan hringrásarhagkerfisins í Hveragerði. Með þessa hugmynd í farteskinu komu breytingarstjórarnir á fundi með eiganda fyrirtækisins og bæjarstjóra Hveragerðis sem leiddi af sér frábæra „samsköpunar“ stund þar sem allir aðilar unnu saman að því að finna lausnir til þess að láta þetta verða að veruleika. Næsta skref er að móta þessar hugmyndir áfram og hefja vinnuna.Commentaires


bottom of page