top of page

Fréttabréf #3


Þátttakendur í Crethink verkefninu fengu loksins tækifæri til að hittast í helgarferð til Kaupmannahafnar dagana 9. – 11. október. Vegna covid19 ástandsins í Evrópu hefur nánast verið ómögulegt að ferðast en þegar færi gafst ákváðu samstarfsaðilarnir að stökkva til og grípa það. Í kjölfarið vildu samstarfsaðilarnir heyra hvað breytingarstjórarnir töldu sig hafa grætt á Kaupmannahafnarferðinni, bæði hvað varðaði sín staðbundnu verkefni sem og sjálfa sig persónulega. Hér eru þeirra svör:

Hugleiðingar frá Danmörku

Dönsku breytingarstjórarnir nutu þjálfunarinnar og tækifærisins til að hitta og læra af hinum breytingarstjórunum. Það var mjög hvetjandi að heyra um hin verkefnin og fá tilfinningu fyrir samfélagi og að vera hluti af stærra verkefni og samfélagi sem vinnur að sjálfbærri þróun. Það var mjög gagnlegt að komast í meiri dýpt með mismunandi verkefnaferla og skiptast á árangri og áskorunum og læra að ef til vill eru margar sameiginlegar áskoranir sem þau verða öll að sigrast á. Námsheimsóknirnar voru líka mjög áhugaverðar eins og heimsóknin til Løs þar sem við lærðum eitthvað um danska menningu og hugarfar þegar kemur að breyttum neysluvenjum. Dæmi úr Miljøpunkt um hvernig eigi að miðla og kynna verkefni og frumkvæðisvinnu voru líka mjög áhugaverð og ferðin til Cristiana setti varanlegt mark á breytingarstjórana. Ítarlegur skilningur á sögu og menningu Christiania og skilningur á sértækri færni og hæfni sem þarf til að halda henni gangandi var mjög hvetjandi.


Hugleiðingar frá Slóveníu

Mojca: Við erum að fá nýjar hugmyndir um hvernig eigi að sannfæra nærsamfélagið um að veita styrki til að gróðursetja tré á opnum almenningssvæðum.

Ég fékk enn meiri hvatningu til að halda áfram með verkefnið. Ég fékk líka staðfestingu á að við erum á réttri leið.

Verkefnið okkar ætti að auka áhuga á fræðslu um mikilvægi trjáa í borginni.

Viktorija: Eftir ferð til Kaupmannahafnar komumst við að því hvaða möguleika við höfum í rýminu okkar (borginni) og hversu mikilvægt það er að vera meðvitaður um það.

Við erum mjög áhugasöm sem hópur að ná fram raunverulegum breytingum á vitund borgarbúa um mikilvægi grænna svæða í borginni.

Nú skil ég hugtakið samsköpun á annan hátt. Ég geri mér enn betur grein fyrir mikilvægi gagnkvæmra samskipta og skilnings fólks á ólíkum viðhorfum til málefna.


Natalija: Kaupmannahafnarferðin var á vissan hátt staðfesting á því að tilraunaaðferðir með samvinnu ólíkra hópa almennings verða sífellt mikilvægari, ef markmið okkar er að þróa farsælli og skemmtilegri almenningssvæði og hálf-opinbera/einkarými og/eða svæði. Mikilvægasti hluti Kaupmannahafnarferðarinnar fyrir mig var tækifæri til að eyða meiri tíma með l breytingarstjórunum og kynnast hver öðrum á persónulegri hátt, sem án efa mun leiða til dýpkaðs samsköpunarferlis hópsins okkar (innlends og alþjóðlega ).Hugleiðingar frá Ítalíu

Ítölsku breytingafulltrúarnir fengu mikinn innblástur í þjálfuninni í Kaupmannahöfn. Þeir fengu mjög gagnlega innsýn á framkvæmd síns staðbundna verkefnis, bæði með heimsóknum til vel heppnaðra danskra verkefna og frá Kaupmannahöfn almennt. Sérstaklega var heimsóknin samfélagsgarðana áhugaverð og gerði hópnum kleift að safna hagnýtum hugmyndum um hvernig er gott að framkvæma samsköpun og hvetja til sjálfboðaliða vinnu í grænsvæðis verkefnið sem ítalski hópurinn vinnur með nemendum í Palermo. Lýðræðisleg vinnubrögð sem innleidd voru í Kristjaníu voru hugvekjandi og kveiktu hugmyndir um mikilvægi þess að tryggja efnahagslegt aðgengi og félagslega þátttöku við innleiðingu sjálfbærra lausna. Síðast en ekki síst var fundurinn með öðrum breytingarstjórunum og umræður um sameiginlegrar áskoranir og góð vinnubrögð milli hópa einnig gagnlegur til að finna stuðning og innblástur. Þessi hluti þjálfunarinnar kveikti einnig áhuga breytingarstjóranna í verkefninu þar sem þeir fengu áþreifanlegri tilfinningu fyrir evrópskri og alþjóðlegri vídd þess.


Frá Íslandi:

Fyrir okkur var ferðin til Danmerkur mikill lærdómur. Í ferðinni fengum við bæði hugmyndir um hvernig við getum haldið áfram verkefninu okkar sem og persónulega reynslu af því hversu ólík verkefnin voru. En þó verkefnin hafi verið mjög ólík eiga þau það sameiginlegt að nýtast hverju og einu á fleiri stöðum. Alls staðar þurfum við að hugsa betur um umhverfið, draga úr sóun og tileinka okkur sjálfbæra hugsun. Það var mjög lærdómsríkt að fá hugmyndir frá öðrum hópum um hvernig hægt væri að ná til fólks, hvað virkar og hvað ekki.

Að vinna að því að draga úr sóun, þ.e. Zero-Waste er eilífðarverkefni. Að sjá með eigin augum hvernig lítið samfélag eins og Christiania getur verið framarlega hvað varðar það að vera sjálfbært samfélag gaf okkur aukna bjartsýni á að við getum náð lengra með endurnýtingu og endurvinnslu en við gerum nú þegar. Fyrir litla bæinn okkar í Hveragerði skiptir miklu máli með hvaða hætti við eyðum peningunum okkar og því er gott að sjá hvernig aðrir geta hámarkað nýtingu á gömlum hlutum og unnið gegn sóuninni sem við höfum nú þegar.

Við teljum að okkur muni takast að nýta reynslu okkar vel og gera Zero-Waste verkefnið enn fastara í sessi meðal bæjarbúa en nú þegar hefur verið gert.Auk þess sagði Anton frá Íslandi þetta:

Persónulega var gaman að hitta og kynnast öðrum þátttakendum og sjá/heyra um verkefnin þeirra. Það var líka frábært að geta notað flugið yfir til Köben til að hitta nokkra fjölskyldumeðlimi og þannig fækkar flugferðum sem og minnkað kolefnisfótsporið!


Í ferðinni fékk íslenska liðið fullt af nýjum hugmyndum, td að gera lítið viðgerðarhorn í verslunarmiðstöðinni í Hveragerði til að hvetja fólk til að sóa minna og endurnýta meira með því að gefa hlutunum sínum nýtt líf. Það var líka frábært að sjá alla þessa litlu grænu samfélagsgarða/svæði og það gaf okkur almennt hugmyndir um hvernig við getum bætt litla bæinn okkar, jafnvel þó að það komi ekki þessu verkefni við.

Comments


bottom of page