top of page

ICELAND

Um verkefnið

verkefnið „Co-cretative RETHINKing for sustainable cities“- CRETHINK - fjallar um þörf samfélaga til að virkja almenning, hvort sem er innan opinbera geirans sem og í borgaralegu samfélagi, til að vinna saman og skapa sameiginlegar lausnir á samfélagslegum áskorunum í evrópskum samfélögum.

Verkefnið er tveggja ára Erasmus + KA2 verkefni sem miðar að því að styðja almenning í því að öðlast hæfni á sviði borgaralegrar hæfni með áþreifanlegum aðferðum og verkfærum til samsköpunar og samvinnu þvert á atvinnugreinar í átt að sjálfbærri þróun og lausnum á flóknum vandamálum. Þetta er til þess að hlúa að virkri þátttöku og áhrifum borgaranna í sínu nærsamfélagi. „Uppfærsla“ á íbúum mun bæta getu þeirra til þátttöku í þróun og  mótun síns samfélags.

Með sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna nr.11 sem viðfangsefni mun verkefnið þróa verkfærakistu á netinu ásamt ráðleggingum um hvernig hægt er að nota samsköpun til að hrinda í framkvæmd sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna frá 2015, staðbundið í evrópskum borgum og samfélögum.

Verkfærakistan og ráðleggingar verða fáanlegar á vefsíðu sem tryggir opinn aðgang og stöðugri „uppfærslu“ á hæfni borgara og opinberra starfsmanna í Evrópu.

Verkfærakassinn mun innihalda þjálfunar prógrömm og námskrá, auk sértækra leiðbeininga og aðferða, þar sem tilgreint er hvernig eigi að vinna með heimsmarkmið nr.11 í tengslum við mikilvæga þætti og áskoranir fyrir samsköpun og sjálfbæra þróun. Það verður með því sniði að einstaklingar eða hópar geta lært og innleitt aðferðirnar í starfi sínu eða daglegu lífi.

Verkefnahópurinn samanstendur af 5 samstarfsaðilum frá Danmörku, Íslandi, Slóveníu og Ítalíu. Verkefnið er leitt af Vejle kommune, sem er sjötta stærsta sveitarfélag Danmerkur.

Um íslenska hlutann

Markmið verkefnisins er að finna leiðir til þess að innleiða hringrásarhagkerfi hjá íslenskum sveitarfélögum og munum nota Hveragerðisbæ sem „tilraunabæ“.

Í verkefninu verður sýnt framá hvernig allir íbúar eru hluti af keðju og að þessi keðja er aðeins eins sterk og veikasti hlekkurinn. Það þýðir að allir íbúar leika jafn stóran þátt í verkefninu sem aftur sýnir þeim hversu miklu máli hver og einn skiptir þegar um svona verkefni er að ræða. Það að hafa áhrif á ákvarðanir sveitarfélagsins er valdeflandi, sérstaklega þegar þessar ákvarðanir verða partur af daglegu lífi íbúanna. Valdeflingin felst í því að leyfa heimamönnum að taka þátt í hönnun, útfærslu á hringrásarhagkerfi sveitarfélagsins og veita þeim aðgang að eftirlitsgögnum um úrgang með það að markmiði að skapa úrgangsáætlun sem miða að „zero waste“.

Heildarmarkmið með hringrásarhagkerfi er að halda hráefni lengur í notkun/framleiðslu og draga þannig úr því að dýrmætt hráefni lendi í urðun. Það mun jafnframt draga úr heildar losun koltvísýrings úr úrgangsflokknum.

Með því að draga úr úrgangi sem fer til urðunnar, minnkar CH4 og CO2 sem annars færi í andrúmsloftið. Á sama tíma dregur þú úr flæði mengandi efna út í grunnvatnið, sem kemur frá þessum urðunnarstöðum.

Með því að fræða íbúa um hringrásarhagkerfi og zero waste er hægt að hafa áhrif á hegðun notenda, bæði varðandi það hvaða hráefni þeir kaupa sem og hvernig þeir meðhöndla heimilissorp í réttan endurvinnsluflokk.

bottom of page