top of page

Fréttabréf #4


Það er kominn tími á að CRETHINK verkefninu ljúki og samstarfsaðilarnir velti fyrir sér áhrifum og lærdómi af verkefninu.


Verkefnið hófst árið 2020 þegar Covid19 geisaði í Evrópu og samstarfsaðilarnir neyddust til að endurskoða vinnuna og hvernig þeir þurftu að nálgast verkefnið. Þetta var góð myndlíking fyrir hvernig samsköpunarferli (e. co-creation), þar sem þú vekur áhuga leikmanna á nýjum leiðum til að þróa sjálfbærar lausnir, þarf oft að vera sveigjanlegt og aðlagast mismunandi aðstæðum.

Verkefnið hefur gefið samstarfsaðilum nýja innsýn í hvernig hægt er að auðvelda skapandi og sam-skapandi ferli og það hefur verið mjög lærdómsríkt að finna hversu mikið gildi og áhrif staðbundin mál hafa haft. Það gaf tillögunum sem voru þróaðar í verkefninu, aukna vigt. Samstarfsaðilarnir eru mjög stoltir af niðurstöðum sinna verkefna og afar þakklátir breytinga stjórunum sem aðstoðuðu við þróun og framkvæmd þeirra. Vonandi er þetta upphaf nýrra verkefna og meiri samvinnu um sjálfbærni og samsköpun.


Hægt er að finna endanlegar útgáfur af niðurstöðum verkefnanna á vefsíðunni:


Hér að neðan eru lokaorð þátttakenda og hugleiðingar um framtíðina eftir að verkefninu lýkur


Lokaorð Vejle/Danmörku

Verkefnið í Vejle, „Vejle's Green Choice“ miðar að því að þróa sjálfbærari smásölugeira í Vejle. Með blöndu af kortlagningu góðra starfsvenja, frásagna og áþreifanlegrar ráðgjafar til verslana á staðnum, auk þátttöku og samskipta við neytendur, er markmiðið að skapa hreyfingu til að auðvelda verslunum og neytendum að velja grænt í daglegu lífi. Við lok CRETHINK verkefnisins hefur það leitt til upphafs hreyfingar í Vejle, þar sem 25+ verslanir og frumkvöðlar hafa verið skráðir í "fjölskylduna" og hafa tekið skref í átt að verða sjálfbærari í því hvernig þeir reka sínar verslanir. Stofnar hefur verið til staðbundins samstarfs sem mun hjálpa til við að koma verkefninu áfram. Sveitarfélagið Vejle mun halda verkefninu áfram, ef til vill með auknu fjármagni, og mun vinna það í samstarfi við staðbundna samstarfsaðila og félög. Framtíðarsýnin er sú að einhvern tíma verði allar smásöluverslanir í Vejle hluti af hreyfingunni og aðrar greinar, líkt og frumkvöðlar, ferðamannafyrirtæki, iðnaðarmenn o.s.frv. taki jafnframt þátt. Fyrir frekari upplýsingar – skoðaðu Grænt val í Vejle á Facebook: www.facebook.com/vejlesgronnevalgLokaorð Novo mesto/Slóveníu

Þann 15. apríl stóð hópur breytingafulltrúa CRETHINK frá Slóveníu ásamt sendinefnd verkefnastjóra DRPDNM fyrir staðbundnu verkefni sem byggir á aðferðafræði Jane göngunnar. Um 20 þátttakendur og hagsmunaaðilar úr ýmsum geirum tóku þátt í göngunni um gamla bæinn í Novo mesto. Með virkri þátttöku hafa þeir verið fulltrúar CRETHINK verkefnisins sem byggir á samsköpun og niðurstöðum þess, sem í tilviki Slóveníu fjallar um tré í borg. Þátttakendum voru sýnd góð og slæm vinnubrögð varðandi tré í þéttbýli og fengu verkfæri og hvatningu til frekari aðgerða með aðferð samsköpunar.Lokaorð Palermo/Ítalíu

Ítalska teymið tók þátt í lokaráðstefnunni af miklum áhuga. Tilfinningin í lok þessa verkefnis er mikil ánægja með vinnuna: aðallega vitum við að við höfum búið til eitthvað áþreifanlegt sem hefur þegar umbreytt hluta af borginni okkar en hinn 25. maí vígðum við nýtt útisvæði/göngusvæði sem hannað var í samvinnu við framhaldsskólanema. Samt eru óáþreifanleg áhrif verkefnisins líka mjög öflug, kannski öflugasti þátturinn: að sýna ungu fólki að borgin tilheyri þeim, að þau geti breytt henni, gert hana sjálfbærari ef þau reyna nógu mikið, en líka að þau verði að axla þá ábyrgð að sjá um það.Lokaorð Hveragerðis/Ísland

Íslenska teymið fékk þann heiður að halda lokaráðstefnuna á Íslandi. Hugmyndin var að halda vinnustofur í stað hefðbundinnar ráðstefnu til að fá gesti til að taka meira þátt í viðburðinum og eiga samskipti breytingastjórana sem sáu um að kynna verkefnin. Öllum þátttakendum, jafnt erlendum gestum sem innlendum, var skipt í fjóra hópa sem heimsóttu öll fjögur verkefnin. Hver hópur samanstóð af einum hópstjóra sem leiddi gesti á milli verkefnanna samkvæmt ákveðnu plani. Þetta fyrirkomulag auðveldaði gestum að eiga samskipti við alla breytingastjórana og spyrja spurninga og eiga samtal um hvert verkefni. Á loka vinnustofunni, sem kallast á ensku „Democracy fitness“, komu allir gestir saman í leikfimisal og fengu þjálfun í því „hvernig hægt er að búa til sjálfbærar lausnir í sameiningu“ þegar tekist er á við flókin mál.


Crethink hefur skapað mismunandi tegundir af gildum


Crethink verkefnið hefur verið metið með heildrænu langtíma sjónarmiði, þar sem áhrif CRETHINK eru mæld með tilliti til „almannavirðis“, þ.e. nýsköpunar og lærdóms, lýðræðislegar valdeflingar og uppbyggingu nýrra tengsla og tengsla milli aðila úr ólíkum geirum.

Verkefnið hefur hvatt til nýsköpunar og náms bæði á almennu- og einstaklingsstigi, þar sem þátttakendur hafa þróað nýjar vinnuaðferðir með því að tileinka sér samsköpunarhugsun og nálgun CRETHINK hugmyndafræðinnar sem felur í sér að beita aðferðum og starfsháttum í öðru samhengi. Einnig er litið á frumkvæði sem örvar áhuga og þátttöku almennra borgara og stuðla þannig að lýðræðislegri valdeflingu og þróun á færni borgaranna.

Jafnframt er áhersla á gildi frumkvæðisins hvað varðar uppbyggingu nýrra tengsla og tengslaneta milli þátttakenda úr ólíkum geirum, sérstaklega með tilliti til þess að gera samstarf hins opinbera, borgaralegs samfélags og atvinnulífsins auðveldara.

Verkefnin sem unnið var með hafa ekki náð að nýta möguleika sína að fullu hvað varðar sjálfbærnigildi, innan þess takmarkaða tíma sem verkefnið varði en hafa engu að síður öll lagt sitt af mörkum með litlum skrefum til að ná sjálfbærni markmiðinu.


Commentaires


bottom of page